Ásdís Hoffritz frá Selfossi og Gunnhildur Þórunn Jónsdóttir frá Berjanesi sýna málverk í Gallerí Ormi

Laugardaginn 23. ágúst opnuðu þær Ásdís Hoffritz frá Selfossi og Gunnhildur Þórunn Jónsdóttir frá Berjanesi í Landeyjum málverkasýningu í Gallerí Ormi í Sögusetrinu á Hvolsvelli.
Sýningin er opin alla daga frá 09:00 til 18:00 og er aðgangur ókeypis.
Sýningin stendur út september. 
Ásdís sýnir olíuverk frá upphafi ferils síns til síðustu myndar. Sýningu sína kallar hún Þróun.
Ásdís hefur sótt námskeið hjá ýmsum listamönnum, nú síðast hjá Bjarna Sigurbjörnssyni í Myndlistarskóla Kópavogs.
Hún hefur tekið þátt í samsýningum og haldið nokkrar einkasýningar. Viðfangsefni hennar er nútíminn og andinn.
Gunnhildur sýnir akrílmyndir og vatnslistamyndir, flestar unnar á þessu ári. Myndefnið sækir hún í dýrin og náttúruna.
Þetta er þriðja samsýning Gunnhildar en hún hefur einnig haldið nokkrar einkasýningar.
Allir velkomnir. Hlökkum til að sjá ykkur.

Tónleikar 14. júlí kl.21

Tónleikar


Söngkonan Hjálmfríður Þöll Friðriksdóttir a.k.a. Frida Fridriks, mun kynna
komandi disk sinn „Lend me your shoulder“ í Sögusetrinu á Hvolsvelli,
mánudagskvöldið 14. júlí kl. 21
Sonur hennar Emil Aðalsteinsson mun spila undir nokkur lög á gítar og
raddir syngur Bryndís Sunna Valdimarsdóttir.
Aðgangur ókeypis.

 

Guðrún le Sage de Fontenay

Guðrún le Sage de Fontenay

 

Ég lærði í Myndlista- og handíðaskóla Íslands og útskrifaðist þaðan árið 1989 sem grafískur hönnuður og hef unnið við fagið síðan.

Síðasta sýning mín var á Sólon, Bankastræti  Reykjavík, á olíjumálverkum á striga en áður hef ég haldið sýningu á vatnslitamyndum.

Ég starfa nú á auglýsingastofunni Pipar/TBWA þar sem ég vinn við grafíska hönnun sem er mjög lifandi, skemmtileg og krefjandi. Ég er líka svo heppin að vinna með frábæru og skapandi fólki sem veitir mér innblástur á hverjum degi. Grafísk hönnun er mjög skyld öðrum listgreinum þar sem ávallt þarf að vera að skapa, hugsa út fyrir kassann og finna nýjar leiðir. Starfið snýst um að finna réttu formin og réttu litina til að skapa nýja ásjónu í takt við tíðarandann hverju sinni, þar sem ný form, letur og litir þurfa að mynda heild. Það sem hefur heillað mig mest í vinnu minni sem grafískur hönnuður er hönnun prentgripa svo sem vöru- og firmamerkja sem og heildaútlit fyrir fyrirtæki en þar fær sköpunarþörfin útrás.

Ég hef alltaf haft mikla þörf fyrir að skapa og held ég gæti ekki lifað án þess, hvort sem um ræðir að skapa mér fallegt heimili eða vinna við hönnun í sinni víðustu mynd.

Það sem veitir mér innblástur í verk mín er fyrst og fremst íslensk náttúra sem hreyfir við mér hvort sem um ræðir ljósmyndir eða náttúran beint í æð. Rangárþing og náttúran þar hefur óneitanlega mótað mig en ég er upp alin að bænum Útgörðum í Hvolhreppi en þar má sjá fallegan fjallahring og miklar víðáttur, bæði gróið land og sanda. Einnig er ég undir áhrifum frá dvöl minni í Hvítársíðu, Borgarfirði í gegnum árin, á bernskuheimili móður minnar, Kalmanstungu en þar er fjallasýn og allt landslag bæði ævintýralegt og fallegt.

Náttúran er tilviljunarkennd og óútreiknanleg, í raun skipuleg óreiða. Ég vil ekki binda mig ákveðnum formum úr náttúrunni eða ákveðnum stöðum heldur snýst þetta um tilfinningu sem ég reyni að fanga og færa hana inn í stofu til fólks. Ég vil ekki vera með fyrirfram ákveðna hugmynd um útkomu því það getur takmarkað eða heft flæðið. Náttúran er tilviljanakennd og því vil ég skapa tilviljanakennt, leyfa verkinu að ráða för, leyfa tilfinningum og tilviljunum að leiða mig áfram.

 

KALMAN LE SAGE DE FONTENAY 12.júlí

KALMAN LE SAGE DE FONTENAY

F. 29.3.1961. Nám við Myndlista- og handiðaskóla
Íslands 1983-1988. University of Washington State
Art. dep. 1985-1986. Vann á AUK 1986-1989 og
Nýjum Degi 1989-1990. Hef starfað frá 1991 sem
hönnuður á teiknistofu leikmyndadeilar Sjónvarpsins.
Formaður FGT frá 1989 – 2000 og formaður deildar
FGT innan FBM frá 2000. Einn af stofnendum
Myndstefs 1991 og stjórnarmaður síðan þá.
Stjórnarmaður í FÍT 2005-2007. Unnið að málefnum
grafískra hönnuða um áratuga skeið og mótun námskrár
í upplýsinga- og ölmiðlagreinum á framhalsskólastigi.

Frumsýning á fyrsta hluta refilsins

Frumsýning á fyrsta hluta refilsins

Laugardaginn 5. apríl og sunnudaginn 6. apríl

verður fyrsti hluti Njálurefilsins (23 metrar) frumsýndur í Gallerý Ormi í Sögusetrinu á Hvolsvelli kl   10-17 báða dagana. Atburðurinn er hluti af Leyndardómum Suðurlands. Þetta verður eina tækifærið til að skoða refilinn uppsettan þangað til hann verður fullbúinn og settur upp í endanlegri mynd.

Leyndardómar Suðurlands 28. mars til 6. apríl.

Leyndardómar Suðurlands

28. mars til 6. apríl.

Tveir lærðir alþýðufyrirlestrar um Njálu.

1. Ármann Jakobsson prófessor í íslenskum bókmenntum við H.Í. 

„Þessa heims og annars“

Yfirskilvitleg öfl í Brennu-Njáls sögu eða: Hvað sá Hildiglúmur?

Brennu-Njáls saga er einhver magnaðasti og auðugasti bókmenntatexti Íslandssögunnar og raunar heimsbókmenntanna. Hún er ekki aðeins áleitin frásögn af harðsvíruðu valdapoti og misheppnuðum hjónaböndum heldur geymir hún einhverja áhugaverðustu frásögn 13. aldar frá trúskiptunum við árþúsundamótin 1000. Sagan hefst á álögum Gunnhildar drottningar og snemma þarf Hallgerður langbrók stuðning göldrótts frænda en í sögulok rignir blóði og drengir á Skeiðum sjá gandreiðir. Hvers konar sagnfræði er hér á ferð og hver er staða handanheimsins í skynjun 13. aldar manna?Ármann Jakobsson er prófessor í íslenskum bókmenntum fyrri alda við Háskóla Íslands. Hann hefur sent frá sér bækur og vísindagreinar í tólf löndum og meðal annars ritað skáldsögur þar sem tekist er á við sagnaarfinn.

 sunnudaginn 30. mars kl. 17:00.

 

2. Jón Karl Helgason prófessor í íslenskum bókmenntum við H.Í.

Sagan sett á svið. Njála og erlendir leikritahöfundar.

Jón Karl Helgason er prófessor í íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands. Hann hefur skrifað fjölda greina og fræðibóka um íslenskar bókmenntir og má þar m.a. nefna bækurnar „Hetjan og höfundurinn“ og „Höfundar Njálu“. Njála hefur aldrei verið „sett í leikbúning“ í heild sinni, né hefur verið skrifuð leikgerð eftir sögunni eða kvikmyndahandrit sem spannar hana alla. Þekktast íslenskra leikverka eftir efni Njálu er leikrit Jóhanns Sigurjónssonar „Lygarinn“, en fjölmörg útlend leikskáldhafa sótt efni og innblástur í Njálu og útkoman víða bæði óvenjuleg og ögrandi. Sumarið 2012 sýndum við hér á Sögusetrinu nýjan frumsaminn einleik upp úr efni Njálu: Gestaboð Hallgerðar eftir Hlín Agnarsdóttur með Elvu Ósk Ólafsdóttur í titilhlutverki og síðar á þessu ári frumsýnum við hér á setrinu annan frumsaminn einleik upp úr efni Njálu, verk um Mörð Valgarðsson sem Friðrik Erlingsson rithöfundur er að semja sérstaklega fyrir setrið.

sunnudaginn 06. apríl kl. 17:00

Tveir einleikir í Sögusetrinu á Hvolsvelli um helgina !

Tveir einleikir í Sögusetrinu á Hvolsvelli um helgina !

 

Laugardaginn 15. mars

Búkolla kl. 14:00

 

Laugardaginn 15. mars

Gísli Súrsson kl. 17:00

 

Skemmtun fyrir alla aldurshópa

 

Verð 1.900 krónur á hvora sýningu.

 

Gestasýningar frá

Kómedíuleikhúsinu á Ísafirði

(Elfar Logi Hannesson-leikari)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skemmtun fyrir alla aldurshópa

 

Verð 1.900 krónur á hvora sýningu.

 

Gestasýningar frá

Kómedíuleikhúsinu á Ísafirði

(Elfar Logi Hannesson-leikari)

1 árs afmæli refilsins, opið hús í Sögusetrinu

Afmæli

1 árs afmæli refilsins, opið hús í Sögusetrinu.

Sunnudaginn 02.02 kl 14:00 ætlum við að halda uppá að það er liðið eitt ár frá því

að byrjað var að sauma „Njálurefilinn.“

 

Við ætlum að gera okkur ýmislegt til skemmtunar í tilefni dagsins og að sjálfsögðu mæla hvað okkur hefur tekist að sauma mikið á einu ári.

Boðið verður upp á kaffi og afmælisköku fyrir gesti og gangandi

Allir velkomnir í Sögusetrið.

 

 

Guðni Ágústsson kynnir bók sína Guðni–Léttur í lund

SÖGUSETRIÐ Á HVOLSVELLI     Miðvikudaginn 20. nóv kl. 20:00     Guðni Ágústsson kynnir bók sína Guðni –    Léttur í lund og segir gamansögur eins    og honum einum er lagið.    Veitingasala. Húsið opið frá kl. 19:00.

 

Guðni Ágústsson er löngu orðinn goðsögn í lifanda lífi. Hann er annálaður sagnamaður og njóta fáirviðlíka vinsælda sem tækifærisræðumenn og hann, auk þess sem miklar sögur hafa lengi gengið umhann sjálfan.Í þessari bráðskemmtilegu bók segir Guðni með sínum kjarnyrta hætti sögur af forvitnilegu fólki semhann hefur mætt á lífsleiðinni – og sjálfum sér.
Hér stíga fram á sviðið óþekktir bændur úr Flóanum jafnt sem þjóðkunnir stjórnmálamenn af öllum
stærðum og gerðum. Í bókinni eru sögur af kynlegum kvistum og vammlausum embættismönnum,
skagfirskum indíána, mögnuðum draugagangi, flótta út um þakglugga, manndrápsferð til Kína,
afdrifaríku fallhlífarstökki og eftirminnilegar vísur – svo eitthvað sé nefnt. Þá segja ýmsir þjóðþekktir
menn litríkar sögur af Guðna.
Guðni – Léttur í lund er sannkallaður lífsins elixír sem bætir, hressir og kætir!