Forsíða

 

 

 

Sogusetrid

Opið um helgar kl. 10-17 í allan vetur.

Open weekends 10 a.m. – 5 p.m. all winter.

Opið alla daga vikunnar frá 09:00 til 18:00 í allt sumar (til 15.09.). Open every day of the week from 09:00 to 18:00 all summer (until 15.09).

 Hér má finna Brennu Njál´s sögu á sex mismunandi tungumálum. Here you can find full version of Njál´s saga in some languages.

icelandic flag Njála á íslensku
english flag Njála á ensku
French flag Njála á frönsku
German flag Njála á þýsku
Norwegian flag Njála á norsku
Swedish flag Njála á sænsku

Verslun og bókabuð

minjagripir, vopn, bækur, íslenskt krydd og jurtir og vandaðir skartgripir.

 

Veitingar í Söguskálanum 

Gerum hópum tilboð í hádegis og kvöldverð! Bar á staðnum. Pantið tímanlega á  njala@njala.is  eða í síma 4878781 ! Bjóðum upp á spjall um Njálu fyrir hópa og leiðsögn um Njáluslóðir á öllum tímum árs.

Í Refilstofunni 

í Sögusetrinu á Hvolsvelli er verið að sauma Njáls sögu á 90 m langan refil. Refill er langt og mjótt veggteppi. Njáls saga er frægust og vinsælust allra Íslendinga sagna. Markmið verkefnisins er fyrst og fremst að skapa magnað verk sem hefur mikla þýðingu í ferðaþjónustu og í samfélagi heimamanna ásamt því að hefja söguna og handverkið til vegs og virðingar. Allir áhugasamir geta tekið þátt og saumað. Aðstoð og leiðsögn er á staðnum gegn vægu gjaldi. Tekið er á móti ferðamönnum og hópum sem hafa áhuga á að sauma eftir samkomulagi.

 Sjá nánar á: www.njalurefill.is        

 

Sögusetrið á Hvolsvelli er menningarmiðstöð og upplýsingamiðstöðin Rangárþings eystra

Þar eru til húsa stórmerkar sýningar og söfn sem tengjast menningu sveitarfélagsins, fyrr og nú. Auk þess er í Sögusetrinu boðið upp á fjölbreytta menningarviðburði og skemmtanir árið um kring – ritlist, fræði, myndlist, leiklist, tónlist, glens og gaman. Þá skipuleggur starfsfólk Sögusetursins ferðir á Njáluslóðir með fræðandi og skemmtilegri leiðsögn á nokkrum tungumálum. Einnig er boðið upp á veislur í setrinu – mat og drykk. Í Sögusetrinu er að finna tvær viðamiklar sýningar sem eru einstakar í sinni röð: Njálusýningu og Kaupfélagssafn.Njálusýningin. Þar er Brennu-Njálsssaga kynnt í máli og myndum á einkar skemmtilegan, aðgengilegan og fræðandi hátt: sögutími Njálu og ritunartími, heimsmynd miðalda, söguöldin, þjóðveldisöldin, víkingaöldin, landnámið, stafrófið og leturgerðin, bókagerðin, fatnaður og vopn, heiðinn siður og kristinn, og sagan sjálf sérstaklega – bygging hennar og sérkenni, tímatal og tímarás, heimkynni og sögustaðir, helstu atburðir og persónur … svo fátt eitt sé nefnt.Kaupfélagssýningin. Þar sem gestir upplifa verslunarhætti og þjónustuhætti kaupfélaganna á síðustu öld. Þar er urmull af spennandi gripum, myndum, tækjum og tólum úr sögu kaupfélaganna á Suðurlandi.Gallerí Ormur er myndlistarsalur sem einnig er nýttur til tónleika og kóræfinga. Þar eru reglulega sýningar listamanna úr Rangárþingi eystra, auk sýninga annarra áhugaverðra listamanna, ekki síst þeirra sem fengið hafa innblástur úr menningu og náttúru héraðsins.Þá geymir Sögusetrið stórt líkan af alþingi á Þingvöllum árið 1000 sem sett var upp í tilefni af Kristnitökuhátíðinni sumarið 2000. Þar geta gestir séð með eigin augum búðaskipan og þinghald þetta örlagaríka sumar þegar heiðinn siður var af lagður og kristni lögtekin.Söguskálinn er í miðju Sögusetrinu. Einstakur veitingasalur í anda langhúsanna til forna. Hann tekur allt að 100 manns í sæti. Þar er einnig bar og öflugt kolagrill. Inn af salnum er fullbúið eldhús. Salurinn nýtist við hin ýmsu tækifæri – til veislu- og fundahalds, tónleika, leiksýninga, upplestra, listkynninga, vörukynninga, skemmtana, gestaboðs og samkvæma af öllu tagi. Salurinn er jafnframt leigður út ásamt eldhúsaðstöðu gegn vægu gjaldi. Í Sögusetrinu er aukinheldur minjagripa- og bókaverslun.

Færðu inn athugasemd

Netfang þitt verður ekki birt.

Þú mátt nota þessi HTML efnisorð og eiginleika: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>