Velkomin/Welcome

Lokað / Closed

Summer of Njalsbrenna 2011 003Njálsbrennuhátíðin 2011Njálsbrennuhátíðin 2011Njálsbrennuhátíðin 2011Njálsbrennuhátíðin 2011

1000 ára afmæli Njáluloka.

Í haust voru í fjórar klukkustundir til sýnis í Sögusetrinu tvö af handritum Njálu: Oddabók – skinnhandrit frá því um 1460, og Ferjubók (Sandhólaferjubók fullu nafni)- pappírshandrit frá því um 1650-80. Bæði handritin eru kennd við þekkta staði í Rangárþingi sem koma við sögu í Njálu, og hið síðarnefnda næsta örugglega skrifað þar.

Handritin komu í lögreglufylgd frá Árnastofnun í Reykjavík og var vandlega gætt af sérfræðingum stofnunarinnar. Um einstakan atburð var að ræða; handrit í vörslu Árnastofnunar hefur aldrei áður verið sýnt á Íslandi utan höfuðborgarsvæðisins.

Veitingar í Söguskálanum

Gómsætar, matarmiklar súpur. Íslensk kjötsúpa og sjávarréttasúpa.

Pantið tímanlega á  njala@njala.is  eða í síma 4878781 ! Bjóðum upp á spjall um Njálu fyrir hópa og leiðsögn um Njáluslóðir á öllum tímum árs.

Matsalur SögusetursinsThe bar at our dining hall20130323-IMG_3461DSC08636

Minjagripir og gjafir

Í versluninni í Sögusetrinu er fjölbreytt úrval af vönduðum minjagripum. Vopn og víkingaklæði fyrir börn, bækur, íslensk tónlist, íslenskt krydd og jurtir, lopapeysur, vettlingar, húfur, treflar, sjöl og garn, drykkjarhorn, leikföng, myndlist, þjóðleg spil, póstkort, rúnaskartgripir og fleiri vandaðir skartgripir úr silfri.

Verslun7Verslun9Verslun2Verslun3 Verslun4DSC06975Verslun8DSC04267

VerslunDSC06999 (1)DSC07001 (1)

 

Í Refilstofunni

Í Sögusetrinu á Hvolsvelli er verið að sauma Njáls sögu á 90 m langan refil. Refill er langt og mjótt veggteppi. Njáls saga er frægust og vinsælust allra Íslendinga sagna. Markmið verkefnisins er fyrst og fremst að skapa magnað verk sem hefur mikla þýðingu í ferðaþjónustu og í samfélagi heimamanna ásamt því að
hefja söguna og handverkið til vegs og virðingar. Allir áhugasamir geta tekið þátt og saumað. Aðstoð og leiðsögn er á staðnum gegn vægu gjaldi. Tekið er á móti ferðamönnum og hópum sem hafa áhuga á að sauma eftir samkomulagi. Sjá nánar á: www.njalurefill.is

Njalurefill-logo

DSC05371DSC05372katrin in natasa sivataDSC05844

 

Upplýsingamiðstöð ferðamanna Rangárþings eystra í Sögusetrinu

info sign

Hliðarvegi 14, 860 Hvolsvöllur

s. +(354) 4878043/ tourinfo@hvolsvollur.is

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.