Álfheiður Ólafsdóttir

Álfheiður Ólafsdóttir

Félagi í SÍM – Vinnustofa: Súðarvogi 3
http://www.art-iceland.com/alfheidur-isl.html

Sími: 698 2919 – articeland@gmail.com

Málverkasýning Álfheiður Ólafsdóttir

Álfheiður Ólafsdóttir sýnir olíumálverk í Gallerí Ormi þann 23. júní til 31. júlí 2013.

Sýningin ber heitið Línan og er sérstök að því leyti að málverkin hafa tekið miklum breytingum frá fyrri sýningum Álfheiðar.

„Þegar ég fór að vinna fyrir sýninguna þá varð línan fyrir valinu, sem einkenni sýningarinnar.  Unnið út frá línu og spunnið áfram eins og vefari spinnur þráð. Þá hafa málverkin þróast áfram, sjálfsprottin og sjálfstæð.“

Línan er upphaf og endir alls.  Hún getur verið bein, hlykkjótt, farið í hringi og spírala.  Lína er stærðfræðihugtak, eða strik á pappír.  Ættarlína.  Áður en hjartað fer að slá í móðurkviði er hjartsláttur okkar bein lína.  Þegar við endum lífið hér á jörðinni þá verður hjartalínan aftur bein.  Fólk er eins og lína frá hvirfli til ilja. 

Álfheiður Ólafsdóttir lauk prófi í grafískri hönnun frá Myndlista og handíðaskólanum vorið 1990.  Hún hefur haldið þó nokkrar einkasýningar og verið þátttakandi í samsýningum nokkuð víða.

Álfheiður er alin upp austur í Fljótshlíð.  Að vera alin upp í sveit er gott veganesti fyrir listamann.  Þar sem sterk ítök íslenskrar þjóðtrúar er ríkjandi.  „Ég get ekki komist hjá því að það séu einhverjir álfar og fleiri skemmtilegar verur í málverkunum mínum.  Mér finnst vænt um þegar þær birtast“

Sýningar

Málverkasýning Álfheiður Ólafsdóttir

2013 – Mokka kaffi – Reykjavík
2013 – Listhús Ófeigs – Reykjavík
2009 – Gallerý Ormur – Hvolsvelli
2008 – Saltfisksetrið – Grindavík
2007 – Geysir, Bistro Bar – Reykjavík
2007 – Líf framundan – Art-Iceland, Reykjavík
2007 – Líf framundan – Listasetrið, Kirkjuhvoll, Akranesi
2007 – Álfar og tröll – Bæjar -og Héraðsbókasafnið, Selfossi
2007 – Álfar í mannheimum – Thorvaldsen Bar, Reykjavík
2005 – Fjallið mitt – Saltfisksetrið, Grindavík
2002 – Kaffi Langbrók – Fljótshlíð
2000 – Gerðuberg – Reykjavík 1998 – Listakot – Reykjavík 

Samsýningar

Málverkasýning Álfheiður Ólafsdóttir
Málverkasýning Álfheiður Ólafsdóttir
Málverkasýning Álfheiður Ólafsdóttir

2008 – 2010 – Normx húsið, Reykjavík
2009 – Hlaðan – Gufunesbæ
2006 – List hjartans – Art-Iceland, Reykjavík
2006 – Mublan – Kópavogi
2005 – Nato Base – Keflavík
2005 – Vor undir jökli – Hellnum, Snæfellsnesi
2005 – List án landamæra – Reykavík 
2005 – ReMax – Reykjavík 
2002 – Gallerý Nr. 5 – Reykjavík

Árið 2000 gaf Álfheiður út barnabókina:
Grímur og sækýrnar.
Myndir og texti er eftir Álfheiði.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.