Ásdís Hoffritz og Gunnhildur Þórunn Jónsdóttir sýna málverk í Gallerí Ormi 23.ágúst

Laugardaginn 23. ágúst opnuðu þær Ásdís Hoffritz frá Selfossi og Gunnhildur Þórunn Jónsdóttir frá Berjanesi í Landeyjum málverkasýningu í Gallerí Ormi í Sögusetrinu á Hvolsvelli.
Sýningin er opin alla daga frá 09:00 til 18:00 og er aðgangur ókeypis.
Sýningin stendur út september.
Ásdís sýnir olíuverk frá upphafi ferils síns til síðustu myndar. Sýningu sína kallar hún Þróun.
Ásdís hefur sótt námskeið hjá ýmsum listamönnum, nú síðast hjá Bjarna Sigurbjörnssyni í Myndlistarskóla Kópavogs.
Hún hefur tekið þátt í samsýningum og haldið nokkrar einkasýningar. Viðfangsefni hennar er nútíminn og andinn.
Gunnhildur sýnir akrílmyndir og vatnslistamyndir, flestar unnar á þessu ári. Myndefnið sækir hún í dýrin og náttúruna.
Þetta er þriðja samsýning Gunnhildar en hún hefur einnig haldið nokkrar einkasýningar.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.