Bændur flugust á

Skemmtidagskrá fyrir börn og unglinga í Sögusetrinu á Hvolsvelli
laugardaginn 2. apríl kl. 15:oo.

Ókeypis aðgangur.

Íslendingasögurnar – ekki síst NJÁLA – í spaugilegu ljósi.
Leiklist, ritlist, tónlist, uppistand.

Bergur Ebbi Benediktsson, Ugla Egilsdóttir og Dóri DNA

Bændur flugust á er skemmtun í anda fornsagna og upplifunar listafólksins af landi og þjóð. Í verkinu ægir saman listgreinum, tónlist, ljóðaflutningi og uppistandi svo úr verður frumlegt og spennandi verk sem birtir Íslendingasögur í nýju og óvæntu ljósi.

Sýningin er bæði skemmtileg og fróðleg. Sýningin er bæði fyrir nemendur sem ekkert hafa lesið af Íslendingasögunum og fyrir þá sem eru lengra komnir – það getur bæði kveikt áhuga og skerpt á honum.

Það eru Landsbankinn og Goethe-stofnunin sem styrkja verkefnið.

Sýningi tekur hálftíma til fjörutíu mínútur í flutningi.

Umfjöllunarefnið eru Íslendingasögur með augum nútímamannsins og verða ýmis atriði úr Íslendingasögunum brotin niður í einingar og tekin fyrir. Sýningin er í léttum dúr og í anda höfunda og flytjenda, en það eru Bergur Ebbi Benediktsson, Ugla Egilsdóttir og Dóri DNA.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.