Erfiljóð sr. Hallgríms Péturssonar

ERFILJÓÐ sr. HALLGRÍMS PÉTURSSONAR í SÖGUSETRINU

Á þjóðhátíðardaginn, 17. júní næstkomandi kl. 16:00, verður boðið upp á einstakan menningarviðburð í Sögusetrinu á Hvolsvelli. Sigurður Karlsson leikari mun þá flytja hið nýfundna erfiljóð Hallgríms Péturssonar um Vigfús Gíslason sýslumann á Stórólfshvoli.

Óþarft er að taka fram að Hvolsvöllur allur (og næsta nágrenni) er byggður í landi Stórólfshvols og því má með sanni segja að ljóðið verði flutt á heimavelli.

Á undan og á eftir lestrinum verður boðið upp á himneska tónlist: Guðjón Halldór Óskarsson mun leika tvær Inventsjónir eftir meistara Bach og jafnvel Víst ertu Jesú kóngur klár í útgáfu Páls Ísólfssonar, og Sigríður Viðarsdóttir mun syngja eitt eða tvö lög.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.