Gestaboð Hallgerðar

Hlín Agnarsdóttir og Elva Ósk Ólafsdóttir - Gestaboð Hallgerðar
Elva Ósk Ólafsdóttir - Gestaboð Hallgerðar

Menningarráð Suðurlands hefur veitt Sögusetrinu á Hvolsvelli myndarlegan styrk til að setja upp frumsaminn einleik um Hallgerði langbrók og er vinna við verkefnið hafin.

Titill verksins verður Gestaboð Hallgerðar.
Efniviður verksins verður Hallgerður langbrók Höskuldsdóttir og karlarnir í lífi hennar.

Höfundur og leikstjóri er Hlín Agnarsdóttir.
Með hlutverk Hallgerðar fer Elva Ósk Ólafsdóttir.
Frumsýning verður 15. júlí næstkomandi kl. 16:00.
Sýnt verður í Söguskálanum í Sögusetrinu á Hvolsvelli eins lengi og aðsókn og áhugi leyfir.

Veitingar verða í boði, föst fæða og fljótandi, á undan sýningu, eftir sýningu og meðan á henni stendur.

Hlín Agnarsdóttir - Gestaboð Hallgerðar

Hlín Agnarsdóttir er þjóðkunnur leikstjóri, rithöfundur og leikskáld. Hún hefur leikstýrt fjölda verka, m.a. í Borgarleikhúsinu, hjá Leikfélagi Akureyrar, Ríkisútvarpinu/sjónvarpi og hjá fjölmörgum leikhópum, bæði atvinnuleikara og áhugaleikara. Leikrit Hlínar hafa sömuleiðis verið sett upp bæði af atvinnuleikhúsunum og áhugaleikhúsum.

Elva Ósk Ólafsdóttir er í hópi ástsælustu leikara þjóðarinnar. Hún hefur á liðnum áratugum leikið tugi eftirminnilegra hlutverka í íslensku atvinnuleikhúsi og lengst af verið fastráðin leikkona bæði í Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu. Þá hefur Elva Ósk leikið ótal hlutverk í kvikmyndum og sjónvarpsmyndum og hlotið fjölda verðlauna.

Það er Sögusetrinu á Hvolsvelli heiður og ánægja að fá þessar merku listakonur til liðs við sig.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.