Guðni Ágústsson: Hallgerður

Guðni Ágústsson kynnir bók sína Hallgerði í Sögusetrinu kl. 12:00  fimmtudaginn 18. desember næstkomandi.

Guðni mun lesa valda(n) kafla úr bókinni og fræða Rangæinga (og aðra góða gesti) um ágæti þessarar alræmdu og einstöku tengdadóttur Rangárþings: Hallgerði langbrók Höskuldsdóttur úr Dölum vestra.

Leiklistardeild Sögusetursins mun (leik)lesa valda(n) kafla úr Brennu-Njálssögu.

Boðið verður upp á matarmikla súpu frá veislueldhúsi SS.

Sérstakur gestur Hallgerðar og Guðna verður heimamaðurinn Magnús Halldórsson hagyrðingur, skáld & sagnamaður – og kynnir hann einnig nýútkomna bók sína.

Hlökkum til að sjá ykkur og eiga með ykkur ánægjulegt og nærandi hádegi í skammdeginu!