Hljóðskreytingar

Laugardaginn 3. júlí kl. 16:00 verður opnuð málverkasýning og um leið fagnað útgáfu geisladisksins Spinal Chords í Gallerí Ormi, Sögusetrinu á Hvolsvelli.

Á sýningunni sameinast tónlist og myndlist í verkum Porterhouse og Sigrúnar Jónsdóttur listmálara frá Ásvelli í Fljótshlíð.

Porterhouse er í dag tónlistarverkefni Finns Bjarka, Þorbjargar Tryggva og Hilmars Tryggva Finnssonar frá Hvolsvelli.
Sigrún Jónsdóttir hefur myndskreytt 10 tónverk úr smiðju Porterhouse. Hún túlkaði hvert þeirra á sinn hátt í málverki eftir innihaldi og áferð lagsins. Tónlistin mun hljóma undir sýningunni.

Útgáfa geisladisksins Spinal Chords með Porterhouse er til styrktar Mænuskaðastofnun Íslands.
Sýningin er styrkt af Menningarráði Suðurlands.

Sýningin stendur frá 3. júlí til 11. ágúst og er opin alla daga frá 9:00 – 18:00.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.