Jólastund

Laugardaginn 12. desember nk. verður boðið upp á skemmtilegar tónlistaruppákomur í Sögusetrinu Hvolsvelli milli kl. 14 og 17.

Góðir gestir kíkja í heimsókn og taka nokkur lög, m.a. Guðrún Árný og Jónína Aradóttir. Gospelkór Suðurlands ætlar svo að enda tónlistarveisluna með frábæru jólaprógrami um kl. 16. Gestir Sögusetursins munu því geta hlustað á góða tónlist yfir léttumveitingum í Söguskálanum en góðar konur ætla að baka fyrir okkur og hita kakó og kaffi. Ætli það gerist betra?

Dagskráin mun hjóma eitthvað á þessa leið:
Guðrún Árný kl. 14:30
Jónína Aradóttir kl. 15:00
Gospelkór Suðurlands kl. 16:00

Þá gefst gestum einnig tækifæri á að skoða sýningarnar og gera góð kaup í gjafavöru. Mjög áhugaverð sýning er í galleríinu á uppstoppuðum dýrum frá Bjarna E. Sigurðssyni er nú í Sögusetrinu og mun hann vera á staðnum fyrir áhugasama og svara spurningum. Sýningin er sölusýning og stendur fram yfir áramót.

Enn eru laus nokkur pláss á markaðinum. Áhugasamir geta haft samband
við Sögusetrið í síma 895 9160 eða á netfangið njala@njala.is.

Fylgist með dagskránni á www.njala.is

Verið hjartanlega velkomin á Hvolsvöll um helgina

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.