Leyndardómar Suðurlands 28. mars til 6. apríl.

Leyndardómar Suðurlands

28. mars til 6. apríl.

Tveir lærðir alþýðufyrirlestrar um Njálu.

1. Ármann Jakobsson prófessor í íslenskum bókmenntum við H.Í. 

„Þessa heims og annars“

Yfirskilvitleg öfl í Brennu-Njáls sögu eða: Hvað sá Hildiglúmur?

Brennu-Njáls saga er einhver magnaðasti og auðugasti bókmenntatexti Íslandssögunnar og raunar heimsbókmenntanna. Hún er ekki aðeins áleitin frásögn af harðsvíruðu valdapoti og misheppnuðum hjónaböndum heldur geymir hún einhverja áhugaverðustu frásögn 13. aldar frá trúskiptunum við árþúsundamótin 1000. Sagan hefst á álögum Gunnhildar drottningar og snemma þarf Hallgerður langbrók stuðning göldrótts frænda en í sögulok rignir blóði og drengir á Skeiðum sjá gandreiðir. Hvers konar sagnfræði er hér á ferð og hver er staða handanheimsins í skynjun 13. aldar manna?Ármann Jakobsson er prófessor í íslenskum bókmenntum fyrri alda við Háskóla Íslands. Hann hefur sent frá sér bækur og vísindagreinar í tólf löndum og meðal annars ritað skáldsögur þar sem tekist er á við sagnaarfinn.

 sunnudaginn 30. mars kl. 17:00.

 

2. Jón Karl Helgason prófessor í íslenskum bókmenntum við H.Í.

Sagan sett á svið. Njála og erlendir leikritahöfundar.

Jón Karl Helgason er prófessor í íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands. Hann hefur skrifað fjölda greina og fræðibóka um íslenskar bókmenntir og má þar m.a. nefna bækurnar „Hetjan og höfundurinn“ og „Höfundar Njálu“. Njála hefur aldrei verið „sett í leikbúning“ í heild sinni, né hefur verið skrifuð leikgerð eftir sögunni eða kvikmyndahandrit sem spannar hana alla. Þekktast íslenskra leikverka eftir efni Njálu er leikrit Jóhanns Sigurjónssonar „Lygarinn“, en fjölmörg útlend leikskáldhafa sótt efni og innblástur í Njálu og útkoman víða bæði óvenjuleg og ögrandi. Sumarið 2012 sýndum við hér á Sögusetrinu nýjan frumsaminn einleik upp úr efni Njálu: Gestaboð Hallgerðar eftir Hlín Agnarsdóttur með Elvu Ósk Ólafsdóttur í titilhlutverki og síðar á þessu ári frumsýnum við hér á setrinu annan frumsaminn einleik upp úr efni Njálu, verk um Mörð Valgarðsson sem Friðrik Erlingsson rithöfundur er að semja sérstaklega fyrir setrið.

sunnudaginn 06. apríl kl. 17:00

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.