Málverkasýning Péturs Péturssonar

HUGARFLUG

Sýning Péturs Péturssonar í Gallerí Ormur, Sögusetrinu á Hvolsvelli, í júní og júlí 2011

Pétur Pétursson

Pétur Pétursson er jarðfræðingur að mennt. Hann hefur ætíð teiknað og málað, sótt söfn og gruflað í myndlistinni. Það var þó ekki fyrr en árið 2002 að hann fór að mála stórar myndir á striga. Áður hafði hann aðallega málað með vatnslitum og teiknað.

Pétur er ættaður af Snæfellsnesinu og nokkrar myndir á sýningunni endurspegla dálæti hans á því landssvæði. Aðrar myndir sem sýndar eru hér eru flestar tengdar sunnanverðu hálendinu, sem sagt við Hofsjökul og að Fjallabaki, nema Horn frá Lóni.

Myndirnar á þessari sýningu eru hugarflug um landslag. Leitast er við að fanga kyrrð og þögn, þó ekki stöðugt og varanlegt ástand, heldur síbreytilegt á jarðsögulegum tímakvarða. Sprunga í bergi er forboði þess sem koma skal og gýgur geymir sögu þess sem orðið hefur.

Sími: 846 8762     Netfang: petursson6@gmail.com

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.