Myndlistarfélag Árnessýslu opnar sýningu í  Sögusetrinu

Myndlistarfélag Árnessýslu opnar sýningu í  Sögusetrinu á Hvolsvelli á uppstigningardag, fimmtudaginn 25. maí kl.  16:00.

Við opnunina leikur á lírukassa Jóhann Gunnarsson sem fæddur er að Selalæk á Rangárvöllum og uppalinn í Nesi í sömu sveit, Jóhann er listasmiður og smíðaði hann lírukassann, hann hefur einnig ásamt fleiru smíðað lítið pípuorgel sem margir hafa heyrt af.  Mynd með fréttinni er tekin á bökkum Rangár af listamanninum að leika á lírukassa sinn.

Pjetur Hafstein Lárusson les úr ljóðum sínum en hann er félagi í Myndlistarfélagi Árnessýslu.

Gestir eru boðnir velkomnir  í léttar veitingar og spjall við listamennina sem sýna verk sín.  Sýningin stendur út júnímánuð.

Allir velkomnir.