Myndlistasýningin Leyndadómar Rangárþings

Myndlistasýningin  Leyndadómar Rangárþings

verður opnuð í Galleri Ormi í Sögusetrinu Hvolsvelli þann 27, ágúst klukkan 14.00 og verður út septembermánuð. Sýnt verður á opnunartíma Sögusetursins. Hólmfríður Dóra Sigurðardóttir og Guðrún Ósk Aðalsteinsdóttir sýna þar verk með blandaðri vatnslitatækni og olíu. Dóra hefur stundað myndlist og handverk í yfir 20 ár og lært hjá ýmsum kennurum. Guðrún hefur lært í skóla í mörg ár myndlist og hönnun. Báðar haf þær notið leiðsagnar myndlistamannsins Sólrúnar Bjarkar sem er menntuð í Bandaríkjunum  Listamennirnir verða á staðnum á opnunardaginn frá klukkan tvö til sex.  ALLIR VELKOMNIR.

Dora3 Dora2