Njálsbrennuhátíð 2011 – Dagskrá

(með fyrirvara um breytingar)

Föstudagur 29. júlí

Kl. 20:30
Tónleikar þjóðlagasveitarinnar KORKU í Söguskálanum í Sögusetrinu.
Aðgangseyrir 1000,-krónur. Frítt fyrir yngri en 16 ára.

Öll önnur atriði hátíðarinnar eru ókeypis !!

Laugardagur 30. júlí

Kl. 10:00
Fornmannaíþróttir. Keppni og sýning fyrir börn á öllum aldri:

Heimsmeistaramót í langstökki án atrennu – afturábak í öllum herklæðum.
Keppni í nokkrum aldursflokkum – strákar og stelpur.
Allir hvattir til að taka þátt.

Verðlaun fyrir sigurvegara í öllum flokkum.

Aflraunasteinar
Reiptog
Fangbrögð
Pokahlaup
Sitthvað fleira.
Allir hvattir til að taka þátt.
Verðlaun fyrir sigurvegara.

Kl. 13:00
Sviðsetning utandyra á sögualdarbardögum.
Hópatriði: Bardagasenur/fjöldasenur. Einvígi. Án orða.

Kl. 14:00 til 17:00
(Karnival á Hvolsvelli á vegum Hvítasunnusafnaðarins).
Víkingar af Njálsbrennuhátíð – uppábúnir og vopnaðir – verða á staðnum og
skemmta sjálfum sér og öðrum.

Kl. 18:00
LEIKÞÁTTUR:
Sviðsetning utandyra á atriði úr Njálu:
Víg Gunnars.
Í léttum dúr.

Kl. 20:00 til 24:00
Barnadansleikur í Sögusetrinu – fyrir börn á öllum aldri.
Hjónabandið og Hlynur Snær Theodórsson leika fyrir dansi.

Sunnudagur 31. júlí

Kl. 12:00
Íþróttakeppni og atgangur:
Einvígisbardagar á slá. Aflraunasteinar, langstökk, fangbrögð í hring.
Víkingaspil úti á túni.
Allir hvattir til að taka þátt.

Kl. 14:00
Skylmingar: Sverð og skildir í boði. Allir hvattir til að taka þátt.
Víkingadans.
Sitthvað fleira óvænt.
Aðstoð og kennsla: skylmingar og vopnaskak.

Kl. 16:00
Sviðsetning utandyra á sögualdarbardögum.
Hópatriði: Bardagasenur/fjöldasenur. Einvígi. Án orða.

Kl. 21:00
LEIKSÝNING:
NJÁLSBRENNA 1011
Útileikhús fyrir alla aldurshópa:
Þátttakendur: Áhugaleikarar, börn, unglingar og erl. sjálfboðaliðar.
Sviðsetning utandyra á aðdraganda Njálsbrennu og brennunni sjálfri.
Leikmynd: Bærinn á Bergþórshvoli.
Að endingu kveikja brennumenn í bænum.

Kl. 22:30
Brenna.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.