Njálurefill

NJÁLUREFILL

Njálurefill
Njálurefill
Njálurefill
Njálurefill

Laugardaginn 2. febrúar 2013 var í Sögusetrinu á Hvolsvelli tekið fyrsta sporið í Njálurefillinn nýja og saumi hans þar með formlega hleypt af stokkunum. Njálurefillinn hefur hinn fræga fransk-enska Bayeux refil að fyrirmynd er þar er sögð með útsaumi (líkt og teiknimyndasögur nútímans gera) saga innrásar Normanna í England árið 1066 – og er refillinn samtímaheimild.

Og norður í Húnaþingi er nú saumaður Vatnsdælurefill.

Njálurefillinn segir vitaskuld Brennu-Njálssögu með sambærilegum hætti. Refillinn er 50 cm á hæð og verður að endingu 90 metra langur. Refillinn er hannaður og teiknaður af Kristínu Rögnu Gunnarsdóttur myndlistarkonu.

Það er nýstofnað félag í Rangárþingi, Fjallasaum ehf., sem stendur að verkinu og mun fylgja því eftir allt til enda. Veg og vanda af hugmyndinni og öllum undirbúningi hafa þær Christina M. Bengtsson og Gunnhildur Edda Kristjánsdóttir.

Refillinn verður aðgengilegur öllum gestum Sögusetursins (á auglýstum afgreiðslutíma setursins) og býðst gestum og gangandi að hóa í lætin – taka þátt í saumaskapnum – gegn vægu gjaldi. Þá hefur sérstakt hollvinafélag refilsins verið stofnað og er öllum opið.

Fastir tímar til sauma :

Þriðjudagar kl 19-22

fimmtudagar kl 14-17

laugadagar kl 10-17

Refillinn verður allt til enda saumaður í Sögusetrinu og séraðstaða útbúin fyrir hann í suðurenda hússins.

Nánari upplýsingar um refillinn má finna á heimasíðu hans: www.njalurefill.is

Myndir úr Njálurefli

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.