Ólafur Túbals – Listamaður og lífskúnstner, Bóndi og bóhem

Ol.Tubals

Í júlí eru 120 ár frá fæðingu listamannsins.

Málverkasýning á verkum Ólafs Túbals listmálara frá Múlakoti í Fljótshlíð verður opnuð í Gallerí Ormi í Sögusetrinu á Hvolsvelli laugardaginn 8. júlí kl. 15:00 og stendur til 20. ágúst.

Á sýningunni verða myndir úr eigu hjónanna í Múlakoti, Sigríðar Hjartar og Stefáns Guðbergssonar. Einnig myndir í eigu Skógasafns og sjaldséðar myndir í einkaeigu.

Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra opnar sýninguna.

Aðalheiður Margrét Gunnarsdóttir söngkona flytur tónlistaratriði á opnun. Undirleikari er Guðjón Halldór Óskarsson.

Sýningarstjóri er Katrín Óskarsdóttir.

Ólafur Karl Óskar Túbalsson, betur þekktur sem Ólafur Túbals (13. júlí 1897 – 27. apríl 1964) var íslenskur myndlistarmaður, gestgjafi og bóndi að Múlakoti í Fljótshlíð.

Ólafur var sonur hjónanna Túbals Magnússonar og Guðbjargar Þorleifsdóttur, en hún ræktaði landsfrægan lystigarð í Múlakoti. Ólafur fékk fyrstu tilsögn í myndlist hjá Ásgrími Jónssyni. Hann var við nám við Konunglega listaháskólann í Kaupmannahöfn árið 1928–1929. Margir vinir Ólafs dvöldu meðal listamanna í Múlakoti á sumrin, þar á meðal Gunnlaugur SchevingJón EngilbertsKristín Jónsdóttir og Júlíana Sveinsdóttir. Ólafur var leiðsögumaður danska listmálarans Johannes Larsen sem ferðaðist um Ísland sumurin 1927 og 1930.

Aðgangur að sýningunni er ókeypis. Allir velkomnir á opnun.

Ol.Tubals.jpg2