Opinn Málfundur um Njálu

Samdrykkja í Sögusetrinu

1000 ára afmæli Njálsbrennu 2011

Bjarni Sigurðsson
Bjarni Eiríkur Sigurðsson

Einar Kárason
Einar Kárason


Elísabet Kristín Jökulsdóttir
Elísabet Kristín Jökulsdóttir


Sigurður Hróarsson
Sigurður Hróarsson

Sunnudaginn 6. marz kl. 13:00 (og fram eftir degi) verður opinn málfundur um Njálu í Söguskálanum í Sögusetrinu á Hvolsvelli.
Frummælendur verða Elísabet Kristín Jökulsdóttir rithöfundur, Einar Kárason rithöfundur, Bjarni Eiríkur Sigurðsson Njálumeistari og Sigurður Hróarsson bókmenntafræðingur. Einar mun upplýsa hver er höfundur Njálu – hvorki meira né minna, Bjarni og Sigurður munu rabba um höfund Njálu og verklag hans en erindi Elísabetar mun koma á óvart. Milli framsöguerinda og að þeim loknum verða almennar umræður um söguna og höfund hennar. Allir hjartanlega velkomnir að hlýða á erindin, skiptast á skoðunum og hóa í lætin að vild. Aðgangseyrir 1000 krónur. Kaffi og meðlæti. Barinn opinn.

Samtímis er í Gallerí Ormi sýning á myndverkum Þórhildar Jónsdóttur af persónum Njálu.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.