Sandström/Gunnarsson Duo

Norrænn djass með þjóðlegum áhrifum

Stutt heimsókn til Íslands

Á tímabilinu 20.-25.júní mun sænsk- íslenska hljómsveitin Sandström/Gunnarsson Duo gleðja landsmenn með norrænum jazz og þjóðlagatónum. Dúettinn er skipaður sænska gítarleikaranum Viktori Sandström og íslenska kontrabassaleikaranum Leifi Gunnarssyni.

Upphafið af samstarfi dúetsins er komið til þegar Viktor og Leifur hófu nám við Rythmiska konservatoríið í Kaupmannahöfn. Í Kaupmannahöfn er jazzlífið sérdeilis blómstrandi og margir ungir hljóðfæraleikarar sækja þangað um þessar mundir, sérstaklega af norðulöndunum.

Innblásið af Jan Johanson

Tónlist dúetsins er í grunninn jazz en á efnisskrá dúetsins eru bæði hefðbundinir jazz standardar og sænsk- og íslensk þjóðlög sem þeir félagar hafa útsett í sameiningu.

,,Hugmyndin bakvið þjóðlögin er að gera þau jazzvænlega svona álíka og Jan Johanson gerði hér áður, en auðvitað á okkar persónulega máta. Mér hefur þótt sérstaklega ánægjulegt að kynnast íslenskri tónlist á þennan hátt og hlakka mikið til að fá að flytja hana fyrir Íslendinga.”
-Viktor

Sænsk- íslenskt samstarf

Ferð dúetsins er styrkt af sænsk- íslenska samstarfssjóðnum. Markmið sjóðsins er að styrkja tvíhliða samstarf Svíþjóðar og íslands, fyrst og fremst á sviði menningar, menntunar og rannsókna.

,,Það er okkur mjög mikils virði að hafa fengið samstarfssjóðinn sem bakhjarl, og í sjálfu sér eru það þeir sem yfir höfuð gera ferðina mögulega.”
-Leifur

Hluti af samstarfsverkefninu er að hitta annað listafólk og er því ferðin einnig tengslaskapandi. Þeir félgar munu því hitta Magnús Tryggvason Elíassen og er ætlunin að hann verði gestur á tónleikunum í Fella- og Hólakirkju. Einnig mun dúettinn hitta meðlimi þjóðlagasveitarinnar Korku og er ætlunin að ræða meðferð þjóðlaga og hvernig þau munu nýtast sem innblástur að nýrri tónlist í framtíðinni.
Viktor og Leifur ætla síður en svo að láta hér við sitja, heldur er stefnan að endurtaka leikinn á vel völdum stöðum í Svíðjóð
næsta vor.
Fygjast má frekar með ferðum dúettsins á slóðinni: www.sandstromgunnarsson.wordpress.com

Tónleikadagskrá:

Miðvikudagur 22.júní – kl 20:00 – Sumartónar í Elliðaárdal
Fella- og Hólakirkja – Hólabergi 88 – 111 Rvk Frekari upplýsingar: http://sumartonar.wordpress.com/

Fimmtudagur 23.júní – kl 20:00 Listasalur Mosfellsbæjar
Þverholti 2 – 270 Mosfellsbæ

Föstudagur 24.júní – kl 20:00 – Sögusetrið Hvolsvelli
Hlíðarvegi 14 – 860 Hvolsvelli – Frekari upplýsingar: www.njala.is/

Laugardagur 25.júní – kl 14:00 – Gallerý Gónhóll
Eyrargötu 51-53 – 820 Eyrarbakka – Frekari upplýsingar: http://www.gonholl.is

Frekari upplýsingar:
Leifur Gunnarsson
8689048 / +45 50841128
leifurgunnarsson@gmail.com

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.