“Skein yfir landi” sýning Myndlistarfélags Árnessýslu

Sýning Myndlistarfélags Árnessýslu „Skein yfir landi“ var opnuð í Gallerí Ormi í Sögusetrinu sunnudaginn 5. júní síðastliðinn og verður opin til 7. júlí.

Við opnunina fluttu bræðurnir Gústav og Ólafur Stolzenwald Gunnarshólma Jónasar Hallgrímssonar eins og þeim einum er lagið.

Að þessu sinni sýna tæplega 20 félagar verk sín, mörg þeirra vísa til sögunnar og sögusviðs Njálu, svo og náttúru og landslags í Rangárþingi.

Í dag eru um 80 félagar í Myndlistarfélagi Árnessýslu og fast að helmingur þeirra tekur þátt í sýningum félagsins sem eru nokkrar á ári. Tvær sýningar eru uppi allt árið en það er á Hótel Selfoss og á Þjónustuskrifstofu stéttarfélaga á Suðurlandi sem er á efstu hæð að Austurvegi 56.

Allir eru hjartanlega velkomnir að skoða sýninguna sem opin er alla daga á afgreiðslutíma Sögusetursins 09:00 – 18:00. Aðgangur að sýningunni er ókeypis. Flest verkanna eru til sölu.

njala.1 njala.4 njala.5njala.5