Sveitasæla

Samsýning Önnu Sigríðar Sigurjónsdóttur og Álfheiðar Ólafsdóttur verður opnuð laugardaginn 9. júlí í Gallerý Ormi á Hvolsvelli. Sýningin stendur yfir til 31. júlí.
Anna Sigríður Sigurjónsdóttir hefur unnið við myndlist síðastliðin 25 ár. Hefur haldið fjölda sýninga á Íslandi og víða erlendis.
Anna Sigríður hefur mest unnið skúlptúra, en síðastliðin ár hefur hún einnig gert innsetningar, ljósmyndir og flutt gjörninga.
Á þessari sýningu verður hún með skúlptúra og flytur gjörning við opnunina.
Álfheiður hefur sýnt víða, hún hefur í flestum tilfellum sýnt olíumálverk. Sveitarómantíkin, kærleikurinn og litagleðin eru alltaf skammt undan í málverkunum hennar. Á þessari sýningu eru það húsdýrin sem heilla og ævintýraveröldin. Hún flutti nýverið í sveitasæluna í Flóanum og er það umhverfið og útsýnið sem hefur áhrif á verk hennar.
Helga Aðalheiður og Jóhanna verða með tónlistaratriði um kl. 18:00 á opnuninni.