Sýning á vettlingum Helgu Hansdóttur í Gallerí Ormi

Laugardaginn  11. apríl kl. 14:00 verður opnuð í Gallerí Ormi í Sögusetrinu á Hvolsvelli

sýning á vettlingum Helgu Hansdóttur á Hvolsvelli.

DSC07876[1]DSC07862[1]

Vettlingasafn Helgu hefur víða verið til sýnis og hvarvetna vakið mikla athygli.

 

Helga hefur nú í rúma hálfa öld prjónað og safnað vettlingum, mest ullarvettlingum af öllum hugsanlegum stærðum og gerðum, og eru pörin vel yfir eitt þúsund. Vettlingarnir eru úr öllum landshornum og listakonurnar sem hönnuðu þá og prjónuðu á annað hundrað.  Úrval þeirra verður til sýnins í Gallerí Ormi.

vellingar1DSC07864[1]

DSC07877

 

Sýningin verður opin á afgreiðslutíma setursins og stendur  út aprílmánuð.

Sýningin er öllum opin og aðgangur ókeypis.

 

Sýningin er ekki sölusýning, en í gjafavöruverslun Sögusetursins er á boðstólum mikið úrval af vettlingum, húfuum, peysum og annarri nytjalist eftir rangæskar lista- og handverkskonur.

 

Að vanda verður fjölbreytt dagskrá í Gallerí Ormi á þessu ári og allar sýningarnar eftir konur – til að minnast 100 ára afmælis kosningaréttar íslenskra kvenna.

Næsta sýning á eftir vettlingum Helgu verður opnuð 5. maí: Nála riddarasaga, gagnvirk, fróðleg og skemmtileg sýning fyrir börn (á öllum aldri), sem fyrst var sett upp í Þjóðminjasafninu á liðnu ári og sló eftirminnilega í gegn. Sýningin er byggð á samnefndri verðlaunabók Evu Þengilsdóttur.