Þetta vilja börnin sjá!

Myndlistarsýningin opnar í Sögusetrinu á Hvolsvelli fimmtudaginn 26. ágúst og sendur í tæpan mánuð.

Farandsýning frá Menningarmiðstöðinni Gerðubergi á myndskreytingum í íslenskum barnabókum.    Myndirnar á sýningunni keppa jafnframt um íslensku myndskreytiverðlaunin Dimmalimm.

Að þessu sinni eru sýndar myndir eftir 25 myndskreyta úr 33 barnabókum.

Sýningin hentar mjög breiðu aldursbili barna.

Hvetjum foreldra og börn á öllum aldri að leggja leið sína í Sögusetrið og skoða þessa gullfallegu sýningu.

Sýningin er opin alla daga til 15. september á opnunartíma setursins 09-18.

Einnig má panta tíma til að skoða sýninguna utan opnunartíma

Bjóðum skólabörn í upphafi nýs skólaárs sérstaklega velkomin.

Aðgangur er ókeypis.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.