Þorvaldur Friðriksson fréttamðaur flytur erindi um keltnesk orð og örnefni á Íslandi

SÖGUSETRIÐ Á HVOLSVELLI

Fimmtudaginn 28. nóvember kl. 20:30

Hvers vegna heitir hættulegasta eldfjall Íslands Hekla? Hvers vegna heita húsdýr Íslendinga eins og ær og hrútur ekki norrænum nöfnum?. Hvað þýða orðin gemlingur, skyr, kæfa, plokkfiskur, bjúga, langbrók, Ljótur, Rangá, Sámur, Mykines, Saurbær? Hvers vegna kemst Hallgerður langbrók upp með að stúta svo mörgum eiginmönnum ? Allt um þetta og margt fleira á fyrirlestri Þorvaldar Friðrikssonar fréttamanns í Sögusetrinu fimmtudaginn 28. nóv. kl. 20:30.

Veitingasala. Húsið opnað kl. 19:30
.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.