Tónleikar

Hljómsveitirnar MOSES HIGHTOWER og MUNAÐARLEYSINGJARNIR
halda tónleika í Sögusetrinu Hvolsvelli fimmtudaginn 12. ágúst kl. 21.
Húsið opnar kl. 20:30. Aðgangseyrir aðeins 1500 krónur. Allir velkomnir.

MÁLVERKASÝNING í Gallerí Ormi

Málverkasýningu SIGRÚNAR JÓNSDÓTTUR lýkur föstudaginn 13. ágúst.
Enn eru örfá málverk óseld en hver að verða síðastur.
Undir sýningunni hljómar tónlist af nýútkomnum hljómdiski PORTERHOUSE
og er diskurinn til sölu í afgreiðslunni. Gullfalleg tónlist til styrktar góðu málefni.

Einnig eru til sölu í Sögusetrinu ný málverk eftir HRAFNHILDI INGU SIGURÐARDÓTTUR
– sjón er sögu ríkari.

Þá minnum við á MINJAGRIPAVERSLUN Sögusetursins:

Bækur, hljóðbækur, hljómplötur, kvikmyndir, skartgripir, tækifærisgjafir, víkingaspilið,
listmunir og handverk úr héraði, ullarvörur frá Varma,
nýtt sögukort af Suðurlandi … svo fátt eitt sé nefnt.

Góð vara á góðu verði fyrir heimafólk jafnt sem ferðamenn.

Ný myndlistarsýning opnar í Gallerí Ormi 18. ágúst:
Farandsýningin “Þetta vilja börnin sjá” frá menningarmiðstöðinni Gerðubergi. Nánar auglýst síðar.

Vetrardagskráin heft í september. Fjölbreyttir viðburðir af öllu tagi í allan vetur.
Söguskálinn leigður út til veisluhalds og skemmtana – frábær staður sem hentar hverju tilefni.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.