Kaupfélagssafn

Árið 1999 var sett upp sýning þar sem rakin er saga verslunar og viðskipta á Suðurland í um 100 ár.

Kaupfélagssýningin er eina sýningin á landinu sem eingöngu er tileinkuð Kaupfélögunum og samvinnuhreyfingunni. Á safninu er sögð saga verslunar á Suðurlandi. Safnið er einnig einstakt af því leiti að þar er að finna muni sem hafa verið notaðir í verslunum víða um land en hafa verið leystir af hólmi hvort sem það hefur verið vegna tæknibreytinga eða breytinga í þjóðfélaginu.

Verslunarsagan tengist sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar og sjá má margt fróðlegt sem bæði tengist verslun og tækniframförum á 20. öld. Á sýningunni má sjá margt muna, bóka og mynda frá verslunar- og kaupfélagasögu Suðurlands. Þar má sjá gamla verslunarinnréttingu frá Eyrarbakka og skrifstofur kaupfélagsstjóra margra kaupfélaga frá fyrri tíð.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.