Njálusýning

handrit1Brennu-Njáls saga er lengst og þekktust allra íslendingasagna. Hún er sú eina sem gerist á Suðurlandi. Aðal sögusvið hennar er Rangárþing um aldamótin 1000.

Njáls saga hefur verið verið endurprentuð í hinum ýmsu útgáfum með mismunandi áherslum á texta. En jafnframt hefur hún verið þýdd á fjölmörg tungumál og má m.a. nefna ensku, þýsku, hollensku, sænsku og rússnesku.

Í Sögusetrinu Hvolsvelli er að finna sýningu tileinkaða þessari merku sögu. Þar eru gestir leiddir inn í heim víkinganna, umhverfi og lifnaðarhætti þeirra áður en haldið inn í sagnaheim Brennu-Njáls sögu.

Sýningunni er skipt upp í þrjú megin þemu, þ.e. víkingastofu, bókastofu og þá Njálustofu. Það er gert svo gestir geti glöggvað sig á umhverfi og lifnaðarháttum í Njáls sögu áður en farið er yfir söguhetjur sögunnar og helstu atriði hennar.

Víkingastofa
Hvernig stóð á því að víkingum var skyndilega mögulegt að sigla á úthöfum og finna nýja heimsálfu? Í þessum hluta sýningarinnar er gerð grein fyrir heimsmynd heiðinna manna og nýrri siglingatækni sem gerði mönnum kleift að sigla um heimsins höf og sjá heiminn á nýjan hátt. Nýjungar í skipasmíði þar sem mikilvægasti þátturinn var kjölurinn sem menn fóru að smiða á bátana olli byltingarkenndum framförum í siglingatækni. Það kallaði svo á mikla þróun í seglabúnaði og menn fóru að geta siglt af miklu öryggi úti á opnu hafi. Fyrsta skeið landvinninga á úthafi hóst með þessari byltingu og siglingar hófust í vesturátt og hátindurinn á þessu skeiði var þegar Leifur Eiríksson fann nýja heimsálfu – Ameríku.
Á sýningunni er einnig að finna upplýsingar um heimsmynd miðaldamannsins og víkinganna, um heiðin trúarbrögð og kristinn sið. Sjá má vopn og klæðnað víkinganna, myndir af munum sem fundist hafa við fornleifauppgröft á svæðinu og eftirmynd höfðingjaseturs frá því um 1100 e.Kr.

Bókastofa
Í bókastofunni er að finna upplýsingar um ritun, handrit og handritasöfnun. Hverjir skrifuðu Íslendingasögurnar og hvernig var það gert? Þegar Íslendingar tóku kristni árið 1000 hófst nýtt skeið í menningarsögu landsins. Kirkjan færði nýja þekkingu inn í landið, ritunina og flókið starfróf sem tók einföldu rúnakerf langt fram. Auk kristilegs efnis tóku Íslendingar að beita hinni nýju kunnáttu til þess að skapa sér ritmál á eigin tungu sem gerði þeim kleift að skrifa flókin bókmenntaverk á eigin tungu, sagnfræðirit, lagabálka og annála. Kálfsskinn var notað til að skrifa á og blekið gerðu menn sjálfir úr íslenskum jurtum. Sýndar eru myndir af handritum, sagt frá því hvernig menn gerðu blek og hvernig skinnin sem ritað var á voru unnin.

Njálustofa

Brennu-Njálssaga er oft kölluð drottning Íslendingasagna og hér er í máli og myndum gerð grein fyrir helstu persónum sögunnar og ýmsum afdrifaríkum atburðum sögunnar.  Sagan segir frá íslensku samfélagi eins og það var fyrir um það bil 1000 árum. Þar eru stórfenglegar mannlýsingar, valdabarátta, heitar ástir, átök og undirferli í heiðnu samfélagi sem er í þann veginn að verða kristið. Brennu-Njálssaga er ein Íslendingasagna sem skrifaðar voru á 13. og 14. öld. Eitt helsta einkenni þeirra er knappur stíll, meitlaðar lýsingar og sterk bygging. Íslendingasögur eru taldar eitt helsta framlag Íslendinga til heimsbókmenntanna. Á ritunatíma sagnanna eru Íslendingar einir norrænna þjóða um að skrifa margslungin skáldverk sem um leið lýsa samfélagi síns tíma og þeim gildum og siðferði sem menn mátu mest á ritunartíma sagnanna auk þess að gefa skýra mynd af samfélaginu eins og menn töldu það hafa verið um árið 1000.

Hér má finna Brennu Njál´s sögu á sex mismunandi tungumálum.  Here you can find full version of Njál´s saga in several languages:

icelandic flag Njála á íslensku
english flag Njála á ensku
French flag Njála á frönsku
German flag Njála á þýsku
Norwegian flag Njála á norsku
Swedish flag Njála á sænsku

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.