Valhalla reataurant

Söguskálinn er veitinga- og fundasalur í Sögusetrinu og er einstakur í sinni röð.
Hann er nákvæm endurgerð af langhúsunum til forna og þar er auðvelt að hverfa hið minnsta 1000 ár aftur í tímann.

The Saga Hall Dining20130323-IMG_3461Matsalur Sögusetursins

Salurinn er allur innréttaður úr timbri og útskorinn að fornum sið. Meðfram viðamiklum langborðum eru veglegir trébekkir á upphækkuðum pöllum og öndvegi til beggja hliða.
Á upphækkun fyrir enda salarins er nægilegt rými fyrir alls kyns uppákomur; litlar leiksýningar, tónleika, upplestra, uppistand, kynningar og fleira. Skjávarpi er á staðnum og sýningartjald.
Í salnum er bar í sama stíl og skálinn með stóru kolagrilli. Innaf salnum er fullbúið eldhús. Salurinn hefur vínveitingaleyfi.

 

 

 

 

 

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.